Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 08. febrúar 2021 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Bielsa: Þurfum að sýna stöðugleika
Marcelo Bielsa
Marcelo Bielsa
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, var ánægður með framlag sinna manna í 2-0 sigrinum á Crystal Palace en segir að liðið verði að sýna meiri stöðugleika til að láta sig dreyma um Evrópudeildina.

Leeds er í 10. sæti deildarinnar eftir sigur kvöldsins en leikmennirnir spiluðu afar vel gegn liði Palace sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í kvöld.

„Þetta var verðskuldaður sigur. Við hefðum getað bætt við fleiri mörkum, vörðumst vel og fengum fá færi á okkur," sagði Bielsa.

„Frammistaða liðsins var jöfn og í góðu jafnvægi. Það var markmiðið í dag að halda hreinu og það var það mikilvæga í þessu."

„Við gerðum engin mistök til að hjálpa Palace í sóknaraðgerðum sínum. Sóknarleikurinn okkar var nógu góður til að skora tvö mörk og það er alltaf mikilvægt að skora snemma."


Leeds hefur mest unnið tvo leiki í röð á tímabilinu en Bielsa vonast til að liðið naí meiri stöðugleika.

„Það mikilvægasta við þetta allt saman er að halda stöðugleika og að eiga þannig kafla á tímabilinu þar sem við náum góðum úrslitum."

„Það er of snemmt að segja til um það. Við erum ekki með stöðugleikann til að geta jafnvel ímyndað okkur að vera hærra á töflunni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner