Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ég myndi reka alla hjá félaginu áður en ég myndi reka Klopp"
Mynd: Getty Images

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool klórar sér í hausnum yfir frammistöðu liðsins á þessari leiktíð en liðið er í 10. sæti deildarinnar og fallið úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi.


Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort tími Jurgen Klopp, stjóra liðsins sé liðinn en Carragher er ekki á þeirri skoðun.

„Ég myndi reka alla hjá félaginu áður en ég myndi reka Klopp. Liðið var í 6. sæti þegar hann tók við og hann hefur komið þeim á þann stað sem þeir hafa verið síðustu ár og ég vil sjá hann gera það aftur og ég er viss um að hann muni gera það," sagði Carragher.

„Liverpool þarf fjóra til fimm nýja leikmenn, hvaða stjóri sem er þyrfti að byggja upp liðið upp á nýtt á næsta tímabili. Það eru margar spurningar sem þarf að spurja og mörg svör sam þarf að finna en ég held að það sé enginn stuðningsmaður Liverpool sem vill annað en að sjá Klopp við stjórnvölin."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner