Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edouard ekki svarið ef Aubameyang fer
Odsonne Edouard leikur með Celtic í Skotlandi. Þar hefur hann skorað 22 mörk í 27 deildarleikjum á þessu tímabili.
Odsonne Edouard leikur með Celtic í Skotlandi. Þar hefur hann skorað 22 mörk í 27 deildarleikjum á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal og Celtic, segir að Odsonne Edouard sé ekki svarið fyrir Arsenal ef Pierre-Emerick Aubameyang fer frá félaginu.

Samningur Aubameyang við Arsenal rennur út á næsta ári og sögusagnir eru um framtíð hans.

Edouard, 22 ára gamall franskur sóknarmaður, sem hefur skorað 62 mörk í 126 leikjum með Celtic hefur verið orðaður við Arsenal. Nicholas er ekki sannfærður um að Edouard sé rétti leikmaðurinn fyrir Lundúnafélagið.

Hann sagði við Sky Sports: „Það hefur mikið verið rætt um að Aubameyang verði seldur, en Edouard er ekki svarið."

„Hann er svipaður leikmaður og Lacazette. Aubameyang er með mikinn hraðar og reiðir sig mikið á hreyfingu. Edouard er meiri nía á meðan Aubameyang fer meira út á vinstri kantinn."

„Edouard vill tengja spilið í gegnum miðjuna og því sé ég það ekki fyrir mér að Arsenal reyni að fá hann fyrir Aubameyang."

Nicholas er þá ekki viss um að Edouard sé tilbúinn fyrir að spila með félagi eins og Arsenal. „Hann myndi klárlega ekki koma til Englands og skora strax 20, 25 mörk nema kannski að Arsenal nái öllu liðinu rétt."

Edouard er uppalinn hjá Paris Saint-Germain, en hann gekk í raðir Celtic árið 2017. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 22 mörk í 27 deildarleikjum í Skotlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner