Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 08. apríl 2024 13:06
Hafliði Breiðfjörð
Dreifa gulu spjöldunum eins og sælgæti - 43 gul og 2 rauð
Pétur Guðmundsson dómari leiks Víkings og Stjörnunnar lyfti gula spjaldinu sjö sinnum á laugardagskvöldið.
Pétur Guðmundsson dómari leiks Víkings og Stjörnunnar lyfti gula spjaldinu sjö sinnum á laugardagskvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spjaldaglaðasti dómari umferðarinnar er Jóhann Ingi Jónsson, Hér útskýrir hann málin fyrir Orra Sveini Stefánssyni leikmanni Fylkis sem þó slapp við spjald í gær.
Spjaldaglaðasti dómari umferðarinnar er Jóhann Ingi Jónsson, Hér útskýrir hann málin fyrir Orra Sveini Stefánssyni leikmanni Fylkis sem þó slapp við spjald í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spjaldaglaðir dómarar hafa vakið mikla athygli í Bestu-deild karla sem var að hefja göngu sína um helgina.

Svo virðist sem áherslubreytingar dómaranna fyrir þetta tímabilið hafi verið að dreifa gulu spjöldunum eins og sælgæti á völlum landsins.

Þegar fimm af sex leikjum 1. umferðar hafa dómarar deildarinnar lyft gula spjaldinu 43 sinnum og tvö rauð spjöld hafa farið á loft.

Ein af áherslubreytingunum er að elta þekkta handboltareglu á þann hátt af ef leikmaður reynir á einhvern hátt að hindra eða tefja framkvæmd aukaspyrnu skuli áminna hann. Því lenti til dæmis Oliver Ekroth varnarmaður Víkings í þegar liðið mætti Stjörnunni í opnunar leiknum. Pétur Guðmundsson dómari lyfti 7 gulum spjöldum í þeim leik.

Enginn dómari var þó duglegri en Jóhann Ingi Jónsson dómari leiks Fylkis og KR en hann lyfti 11 gulum spjöldum og tveimur rauðum. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis sá rautt eins og Halldór Steinsson liðsstjóri.

Víkingur 2-0 Stjarnan
- Pétur Guðmundsson: 7 gul spjöld

Fram 2-0 Vestri
- Vilhjálmur Alvar Þórarinsson: 7 gul spjöld

KA 1-1 HK
- Helgi Mikael Jónasson: 10 gul spjöld

Valur 2-0 ÍA
- Sigurður Hjörtur Þrastarson: 8 gul spjöld

Fylkir 4-3 KR
- Jóhann Ingi Jónsson: 11 gul spjöld og 2 rauð

Síðasti leikur umferðarinnar er viðureign Breiðabliks og FH í kvöld en þá er það Ívar Orri Kristjánsson sem verður á flautunni. Það gæti verið skemmtilegt að fylgjast með og telja gulu spjöldin meðan horft er á leikinn.
Athugasemdir
banner
banner