Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 08. maí 2021 18:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Chelsea frestaði fagnaðarlátum Man City og upp í 3. sætið
Ziyech kom Chelsea á bragðið
Ziyech kom Chelsea á bragðið
Mynd: EPA
Manchester City 1 - 2 Chelsea
1-0 Raheem Sterling ('44 )
1-0 Sergio Aguero ('45 , Misnotað víti)
1-1 Hakim Ziyech ('63 )
1-2 Marcos Alonso ('92)

Manchester City hefði getað orðið meistari með sigri gegn Chelsea í dag. Liðið hefði þá verið sextán stigum fyrir ofan Manchester United í 2. sætinu og United gæti mest náð í fimmtán stig í sínum síðustu fimm leikjum í deildinni.

City leiddi í leikhléi eftir að hafa átt frábæran lokakafla. Raheem Sterling kom liðinu yfir á 44. mínútu og Sergio Aguero fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forskotið. Það tókst ekki því Edouard Mendy varði vítaspyrnu Aguero.

Hakim Ziyech jafnaði svo leikinn fyrir Chelsea á 63. mínútu eftir undirbúning frá Cesar Azpilicueta. Í uppbótartíma skoraði svo Marcos Alonso sigurmarkið eftir sendingu frá Timo Werner.

Skömmu fyrir mark Alonso vildi City fá vítapsyrnu þegar Raheem Sterling féll í teignum en ekkert var dæmt.

City er þrettán stigum á undan United og getur unnið titilinn ef Manchester United tapar gegn Aston Villa á morgun. Chelsea er komið upp í 3. sætið í deildinni, upp fyrir Leicester.

Leikurinn í dag var fyrri leikur liðanna í mánuðinum því þau mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir þrjár vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner