Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. maí 2022 15:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dias: Alvöru meistarar jafna sig
Mynd: Getty Images

Manchester City og Newcastle eigast við þessa stundina í ensku úrvalsdeildinni en City getur náð þriggja stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar með sigri.


Liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Real Madrid í vikunni. Ruben Dias var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leikinn þar sme hann ræddi tilfinningarnar eftir tapið í vikunni.

„Þetta var erfitt en alvöru meistarar jafna sig á þessu og ef við viljum vinna ensku úrvalsdeildina aftur verðum við að jafna okkur, nú er tækifærið til að halda áfram," sagði Dias.

Liverpool gerði jafntefli gegn Tottenham í gær. Dias sagði að það skipti engu máli fyrir City.

„Við einbeitum okkur að okkur sjálfum, ef við gerum ekki okkar þá skiptir það engu máli. Hvað við gerum á vellinum er það eina sem skiptir máli."


Athugasemdir
banner
banner
banner