Spænski markvörðurinn Adrian segist hafa brotnað niður þegar hann yfirgaf Liverpool síðasta sumar, en hann telur að það hafi verið rétt ákvörðun fyrir sjálfan sig.
Adrian gekk í raðir Liverpool frá West Ham á frjálsri sölu árið 2019 og var varamarkvörður fyrir Alisson í nokkur ár. Hann sneri svo aftur til uppeldisfélags síns, Real Betis, eftir að samningur hans við Liverpool rann út.
Adrian gekk í raðir Liverpool frá West Ham á frjálsri sölu árið 2019 og var varamarkvörður fyrir Alisson í nokkur ár. Hann sneri svo aftur til uppeldisfélags síns, Real Betis, eftir að samningur hans við Liverpool rann út.
Hinn 38 ára gamli Adrian fékk tilboð frá Liverpool um að vera í eitt ár í viðbót en hann ákvað að hafna því.
„Ég grét þegar ég fór frá Liverpool," segir Adrian.
„Ég fékk ekki að kveðja stuðningsmennina almennilega svo ég þurfti að gera myndband og setja á samfélagsmiðla. Ég var heima með fjölskyldu minni og svo brotnaði ég niður."
„Það var erfitt að fara frá Liverpool og kveðja stað þar sem mér fannst ég elskaður af öllum, en þessi ákvörðun var fyrir mig og fjölskyldu mína. Þeir vildu halda mér áfram en það var rétt fyrir mig að fara. Betis er uppeldisfélag mitt og ég gat ekki hafnað þeim. Liverpool er eitt stærsta félag í heimi en þetta er ákvörðun sem ég tók út frá hjartanu."
Athugasemdir