Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 08. júní 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Liverpool sagt tilbúið að borga metfé fyrir Darwin Nunez
Darwin Nunez í landsleik með Úrúgvæ.
Darwin Nunez í landsleik með Úrúgvæ.
Mynd: EPA
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Nunez hjá Benfica er orðaður við ensku bikarmeistarana í Liverpool. Daily Mail segir að Liverpool sé tilbúið að slá félagsmet með því að kaupa hann á 85 milljónir punda í sumar.

Nunez hefur vakið mikla athygli en Atletico Madrid og Manchester United hafa einnig sýnt honum áhuga.

Sagt er að Julian Ward, íþróttastjóri Liverpool, hafi þegar rætt við Benfica og jafnframt er talið að Nunez hafi áhuga á á því að fara til Liverpool.

Miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hvernig sóknarher Liverpool verður á næsta tímabili en Sadio Mane virðist vera á leið til Bayern München og framtíð Mo Salah er í óvissu.

Nunez getur spilað á vinstri vængnum og einnig sem fremsti maður en hann skoraði sex mörk í Meistaradeildinni á liðnu tímabili. Tvö af þeim komu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner