Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. júní 2023 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Sýnir algjöra vanþekkingu á sögu og hefðum Milan
Karim Benzema er genginn til liðs við Al-Ittihad í Sádí-Arabíu.
Karim Benzema er genginn til liðs við Al-Ittihad í Sádí-Arabíu.
Mynd: EPA

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Marid, fór víðan völl í ítarlegu viðtali við Il Giornale og ræddi meðal annars brottrekstur Paolo Maldini úr stjórnendastöðu AC Milan.


Maldini er goðsögn meðal stuðningsmanna Milan og hafa þeir ekki tekið vel í ákvörðun Gerry Cardinale, bandarísks eiganda félagsins, að reka hann og kollega hans Ricky Massara úr starfi.

„Hjá Real Madrid hef ég lært mikilvægi þess að virða sögu þess félags sem þú starfar hjá. Þetta sem gerðist með Maldini sýnir algjöra vanþekkingu og vanvirðingu á sögu og hefðum AC Milan," segir Ancelotti, sem var leikmaður Milan í fimm ár og þjálfari liðsins í átta ár og vann Meistaradeild Evrópu tvisvar bæði sem leikmaður og þjálfari félagsins.

„Það getur verið satt að það sé ekki hægt að vinna fótboltaleiki með sögunni einni, en það er líka satt að sagan kennir þér hvernig á að sigra. Fótboltafélög sem reyna að græða umfram allt annað eru dæmd til að mistakast."

Ancelotti tjáði sig einnig um útrásina sem er að eiga sér stað til Sádí-Arabíu, þar sem nokkur af stærstu nöfnum fótboltaheimsins eru búin að skipta yfir í sádí-arabísku deildina.

„Sádarnir átta sig á því hversu mikill áhugi er á fótbolta og vilja hækka gæðin í deildinni sinni og koma þeim nær því sem tíðkast í topp fimm deildum evrópska boltans. Þeim gæti tekist þetta á nokkrum árum, en í Bandaríkjunum hefur verið erfitt að vekja nógu mikinn áhuga á íþróttinni útaf mikilli samkeppni frá hafnabolta, körfubolta og amerísks fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner