Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH blæs til hátíðar gegn Blikum - Nýir búningar og Prettyboitjokko
watermark Patrik Atlason, Prettyboitjokko, mætir á svæðið.
Patrik Atlason, Prettyboitjokko, mætir á svæðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur í Bestu deild karla á laugardaginn þegar FH og Breiðablik eigast við í Kaplakrika.

FH ætlar í tilefni leiksins að blása til veislu í Kaplakrika og verður alls konar húllumhæ.

Af Facebook-síðu FH
Þriðji búningur liðsins verður kynntur til sögunnar með mögnuðu myndbandi sem er í raun óður til Hafnarfjarðar og FH. En enginn annar en Heiðar Örn Kristjánsson fer með aðalhlutverk í myndbandinu en einnig koma leikmenn meistaraflokka félagsins við sögu ásamt góðum gestum.

Eftir búningakynningu mæta Heimir og Venni og fara yfir leikinn með stuðningsfólki.

Mætum og fögnum lífinu með öðrum FH-ingum og hvetjum okkar lið. Áfram FH!

12:00 - Húsið opnar
13:00 - Hamborgarar á grillinu
13:30 - Nýtt búningamyndband frumsýnt
14:00 - Heimir og Venni ræða málin.
15:00 - FH -Breiðablik
15:45 - Prettyboitjokko skemmtir í hálfleik
17:00 - Tuborg sumarhátíð
19:00 - Úrslitaleikur meistaradeildarinnar á skjá
Athugasemdir
banner
banner
banner