Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   fim 08. júní 2023 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes stýrir sinni framtíð sjálfur
Mynd: Getty Images
David Sullivan, stjórnarformaður West Ham, staðfesti í viðtali við talkSPORT í dag að David Moyes væri með samningstilboð frá félaginu á borðinu.

Sögur höfðu heyrst um að Moyes yrði ekki áfram ef West Ham myndi tapa úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Liðið vann Fiorentina í gær og vann sinn fyrsta stóra titil í 43 ár. Það heyrðust einnig sögur þar sem niðurstaða úrslitaleiksins myndi ekki skipta máli; Moyes væri á förum sama hvað.

Tímabilið hjá West Ham var ekki gott, liðið var í fallbaráttu þegar skammt var eftir af mótinu og endaði í 14. sæti.

Sullivan sagði í viðtalinu að Moyes yrði áfram, en það væri undir honum komið.

„Við höfðum trú á honum, það var mikil pressa frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum sem kölluðu eftir breytingum, en við trúum á að standa við gerða samninga. David var samningsbundinn okkur, og er enn samningsbundinn fram á næsta sumar - og næsta sumar munum við skoða málin aftur. Þangað til er það þannig að ef hann vill vera áfram stjóri West Ham, þá verður hann það," sagði Sullivan.
Athugasemdir
banner