Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice um framtíð sína: Njóta kvöldsins og sjá svo hvað gerist
Mynd: EPA

Framtíð Declan Rice hefur verið mikið í umræðunni en Arsenal er talið leiða kapphlaupið um þennan 24 ára gamla miðjumann.


Rice er fyrirliði West Ham sem vann Sambandsdeildina eftir sigur á Fiorentina í gær.

Hann var spurður út í framtíðina sína eftir leikinn.

Það eru miklar vangaveltur í gangi varðandi framtíðina mína. Það er áhugi frá öðrum félögum en ég á tvö ár eftir hjá West Ham. Ég elska þetta félag og elska að spila fyrir það," sagði Rice.

„Það er ekkert í gangi svo ég einbeiti mér af því að spila fyrir West Ham, njóta kvöldsins og svo sjá hvað gerist. Ég er fyrirliði félagsins, ég elska það út af lífinu og get ekki hrósað þessum stað nógu mikið."


Athugasemdir
banner
banner