Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. júní 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verðmiðinn á Osimhen lækkar

Victor Osimhen framherji Napoli hefur verið orðaður við Manchester United en Gazzetta dello Sport greinir frá því að Napoli hafi lækkað verðmiðann á nígeríska framherjanum.


Áður var talið að félagið vildi 150 milljónir evra fyrir leikmanninn en nú segir Gazzetta dello Sport að verðmiðinn sé kominn niður í 120 milljónir evra.

Osimhen er einn af þeim leikmönnum sem enska félagið er að skoða til að taka við af Cristiano Ronaldo sem yfirgaf félagið undir lok síðasta árs.

Þessi 24 ára gamli framherji sagði fyrr á þessari leiktíð að það yrði draumur að spila í úrvalsdeildinni. Hann skoraði 31 mark í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir Napoli á ný afstaðnu tímabili.


Athugasemdir
banner