Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn besti varamarkvörður deildarinnar framlengir
Mynd: Getty Images
Stefan Ortega hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Manchester City og er nú samningsbundinn fram á sumarið 2026.

Þýski markvörðurinn kom við sögu í 20 leikjum í vetur, varði mark liðsins í t.d. öllum leikjunum í ensku bikarkeppninni í ár.

Ortega kom til City sumarið 2022 og hefur alls leikið 34 leiki fyrir liðið.

„Ég er hæstánægður með að vera lengur hjá City. Með því að skrifa undir get ég einbeitt mér 100% að næsta tímabili," sagði Ortega við undirskrift.

Brasilíumaðurinn Ederson, aðalmarkvörður City, hefur verið orðaður í burtu og það verður fróðlegt að sjá hvort City finni mann í hans stað eða treysti á Ortega ef Ederson kveður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner