Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 08. júlí 2022 14:46
Elvar Geir Magnússon
Nítján ára danskur framherji til Vals (Staðfest)
Valur hefur fengið til sín nítján ára danskan sóknarmann, Frederik Ihler. Hann hefur fengið leikheimild með Hlíðarendafélaginu.

Ihler kemur frá AGF í Danmörku þar sem hann skoraði mörg mörk fyrir yngri lið félagsins.

Hann spilaði sjö leiki með AGF og skoraði eitt mark í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, í leik gegn Nordsjælland.

Rætt hefur verið um þörf hjá Val að bæta við sig breidd sóknarlega en Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen hafa verið að glíma við meiðsli.

Valur er í fjórða sæti Bestu deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir