Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
   mán 08. júlí 2024 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Við gerum mistök og þeir jöfnuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var í viðtali eftir leik þeirra gegn KA í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 þar sem liðin áttu oft erfitt með að skapa opin færi.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik en samt sem áður þá komumst við yfir. Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, eða þannig séð að við náum að halda boltanum, koma honum úr vörninni og inn á miðjuna. Það vantaði svona framhald af því sem við vorum að gera sóknarlega. KA menn eru náttúrulega með mjög sterkt varnarlið og hafa verið betri og betri eftir því sem hefur liðið á. Það var kannski svona vandræðin. Við vorum betri í seinni hálfleik og mér fannst í sjálfu sér ekki KA líklegir þannig lagað séð. Hallgrímur fékk held ég eitt hálf færi. KA var svolítið að bíða eftir því að við myndum gera mistök, við gerum mistök og þeir jöfnuðu leikinn. Svo fáum við góð færi til að klára leikinn en við nýttum þau ekki. Við fengum góð upphlaup í fyrri hálfleik en sendingar á síðasta þriðjungi voru ekki nógu góðar."

FH er núna í miðri heimaleikja hrinu. Þeir hafa spilað 3 heimaleiki í röð og hafa ekki enn tapað í þeim leikjum, svo eiga þeir 2 heimaleiki í röð næst.

„Við unnum frábæran sigur hérna á móti Breiðablik og við kannski náum ekki alveg að fylgja því eftir hérna í kvöld. Næst er bara erfiður leikur á móti HK og við þurfum bara að æfa vel í vikunni og vera klárir þá. HK tapaði síðast stórt og særð dýr eru alltaf hættuleg þannig við þurfum að undirbúa þann leik mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Heimir nánar um önnur atvik sem gerðust í leiknum.


Athugasemdir
banner