PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   þri 08. júlí 2025 18:23
Elvar Geir Magnússon
Þrír Blikar í banni í næsta deildarleik - Valgeir fyrstur í sjö gul
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex leikmenn úr Bestu deild karla voru úrskurðaðir í bann á fundi aganefndar KSÍ í dag.

Þrír leikmenn Breiðabliks voru dæmdir í bann vegna uppsafnaðra áminninga, þar á meðal Valgeir Valgeirsson sem er fyrsti leikmaður Bestu deildarinnar til að fá bann fyrir sjö gul spjöld.

Ásgeir Helgi Orrason og Arnór Gauti Jónsson fengu bann vegna fjögurra áminninga. Þeir þrír verða í banni hjá Íslandsmeisturunum í þeirra næsta deildarleik, gegn Vestra þann 19. júlí.

Vestri verður með tvo leikmenn í banni í þeim leik en það eru Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen

Ahmad Faqa, varnarmaður FH, verður í banni í botnbaráttuslag gegn KA næsta sunnudag
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner