Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. ágúst 2020 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo verður næsti stjóri Juventus
Andrea Pirlo var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus í síðasta mánuði. Hann fær strax stöðuhækkun.
Andrea Pirlo var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus í síðasta mánuði. Hann fær strax stöðuhækkun.
Mynd: Getty Images
Fyrrum miðjumaðurinn Andrea Pirlo mun taka við Juventus af Maurizio Sarri, sem var rekinn úr starfi fyrr í dag.

Fabrizio Romano segir frá þessu á Twitter og þegar hann hendir einhverju fram þá er það alltaf satt.

Sarri var rekinn í dag eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Sarri tók við Juventus af Massimo Allegri á síðasta ári eftir að hafa stýrt enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.

Juventus vann ítölsku deildina í ár en liðið endaði með 83 stig, einu meira en Inter. Liðið vann þá ekki ítalska bikarinn og Ofurbikar Ítalíu og þá féll liðið úr leik úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Lyon í gær. Það er óásættanlegur árangur að mati stjórnar Juventus.

Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane hafa verið orðaðir við Ítalíumeistarana en það verður Pirlo sem verður næsti stjóri liðsins.

Pirlo er fyrrum miðjumaður Juventus. Pirlo var einstaklega góður og gáfaður miðjumaður. Hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf í síðasta mánuði þegar hann var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus, en hann þurfti ekki að bíða lengi eftir stöðuhækkun.


Athugasemdir
banner
banner