Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Valsmenn refsuðu Skagamönnum - Frans hetja Keflvíkinga í Breiðholti
Arnór Smárason skoraði annað mark Vals gegn uppeldisfélagi sínu
Arnór Smárason skoraði annað mark Vals gegn uppeldisfélagi sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram varði vítaspyrnu
Frederik Schram varði vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn töpuðu
Leiknismenn töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson gerði sigurmark Keflvíkinga í lokin
Frans Elvarsson gerði sigurmark Keflvíkinga í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur lagði ÍA að velli, 2-1, er liðin mættust í 16. umferð Bestu deildar karla á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Keflavík vann þá Leikni, 2-1, á Domusnova-vellinum í Breiðholti en sigurmark kom í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom sér strax í dauðafæri á 9. mínútu eftir sendingu frá Aroni Jóhannssyni en Árni Marinó Einarsson gerði vel og átti stórkostlega markvörslu.

Níu mínútum síðar vildu Skagamenn fá vítaspyrnu er Jesper Juelsgård reif niður Eyþór Aron Wöhler í teignum. Heimamenn höfðu eitthvað til síns máls því í endursýningunni sást það vel að Jesper var með hendurnar í framherjanum og var hann heppinn að dómarinn sá ekki brotið.

Stuttu síðar átti Ágúst Eðvald Hlynsson gott skot fyrir utan teig sem Árni Marinó varði út í teig. Patrick Pedersen mætti í frákastið og reyndi að vippa honum yfir Árna en Skagamaðurinn gerði vel og varði það.

Eyþór og Hólmar Örn Eyjólfsson voru í mikilli baráttu í leiknum en snemma leiks fékk Eyþór gult fyrir brot á Hólmari og í raun heppinn að hanga inn á völlinn eftir að hafa hangið á aftan Hólmari undir lok fyrri hálfleiks. Hólmar sló til hans í kjölfarið og uppskar gult spjald.

Í upphafi síðari hálfleiks tóku Valsmenn forystu. Pedersen fann Tryggva Hrafn vinstra megin í teignum og hann kom með frábæra fyrirgjöf á Aron sem lagði boltann fyrir sig áður en hann setti hann í netið.

Skagamenn fengu fullkomið tækifæri til að jafna leikinn á 64. mínútu. Arnór Smárason sparkaði í andlit Hlyn Sævars Jónssonar eftir darraðadans í teignum og vítaspyrna dæmd en Frederik Schram gerði sér lítið fyrir, valdi rétt horn og varði spyrnuna.

Valur refsaði strax í næstu sókn. Tryggvi Hrafn fann Ágúst Eðvald vinstra megin, sem lagði boltann út fyrir á Arnór og átti hann gott skot vinstra megin í stöng og inn.

Steinar Þorsteinsson komst í fínan séns á að minnka muninn þegar stundarfjórðungur var eftir en skot hans fór yfir úr dauðafæri. Mark Skagamanna kom á endanum eftir að Gísli Laxdal Unnarsson kom boltanum inn í teig á Kristian Lindberg sem þrumuskallaði boltanum í netið.

Johannes Vall, varnarmaður ÍA, tapaði boltanum sem aftasti maður og tók Orra Hrafn KJartansson niður. Hann var á gulu spjaldi og fékk því sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Lokatölur á Akranesi, 2-1, Val í vil. Valur er í 5. sæti með 27 stig en ÍA í botnsætinu með 8 stig.

Sigurmark á silfurfati

Keflavík vann Leikni, 2-1, á Domusnova-vellinum í Breiðholti. Það voru gestirnir sem voru hættulegri í byrjun leiks. Viktor Freyr Sigurðsson varði vel frá Adam Ægi Pálssyni en nafni hans Adam Árni náði ekki frákastinu.

Joey Gibbs átti skot í stöng úr miðjum teignum tíu mínútum síðar en mark Keflavíkur kom, þó seint væri. Patrik Johanessen skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf Nacho Heras. Áttunda mark hans og rétt undir lok fyrri hálfleiksins.

Leiknismenn jöfnuðu eftir klukkutímaleik. Dagur Austmann átti sendingu á Zean Dalügge sem kláraði með góðu skoti. Zean var nálægt því að koma Leikni yfir stuttu síðar en það var sama uppskrift. Dagur átti sendingu á Zean en í þetta sinn varði Sindri Kristinn Ólafsson vel.

Liðin skiptust á dauðafærum undir lokin en Keflvíkingar fengu mark á silfurfati í uppbótartíma. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður Leiknis, sendi hreinlega boltann bara á a Frans Elvarsson sem nýtti sér það og gerði sigurmark Keflvíkinga.

Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík sem er í 7. sæti með 21 stig en Leiknir í 11. sæti með 10 stig.


Úrslit og markaskorarar:

ÍA 1 - 2 Valur
0-1 Aron Jóhannsson ('51 )
0-1 Kaj Leo Í Bartalstovu ('66 , misnotað víti)
0-2 Arnór Smárason ('67 )
1-2 Kristian Ladewig Lindberg ('85 )
Rautt spjald: Johannes Björn Vall, ÍA ('93) Lestu um leikinn

Leiknir R. 1 - 2 Keflavík
0-1 Patrik Johannesen ('45 )
1-1 Zean Peetz Dalügge ('61 )
1-2 Frans Elvarsson ('91 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner