Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 08. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Búið að finna staðgengil Haller
Anthony Modeste er að ganga til liðs við Dortmund frá Köln
Anthony Modeste er að ganga til liðs við Dortmund frá Köln
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur fundið framherja sem á að leysa hlutverk Sebastien Haller á komandi tímabil en franski sóknarmaðurinn Anthony Modeste er á leið til félagsins frá Köln. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Dortmund.

Þýska félagið keypti Haller frá Ajax í sumar fyrir um það bil 35 milljónir evra en hann átti að taka við af Erling Braut Haaland sem var seldur til Manchester City.

Haller, sem er 28 ára gamall, var með Dortmund í æfingabúðum í Austurríki er hann veiktist og kom í ljós að hann væri með æxli í eistum. Hann fór undir hnífinn og er nú í geislameðferð og mun því ekki spila með liðinu á næstunni.

Dortmund þurfti því að hafa hraðar hendur til að finna mann í hans stað en sá leikmaður er fundinn. Anthony Modeste, framherji Köln, er að ganga í raðir félagsins.

Modeste er 34 ára gamall en hann skoraði 20 mörk fyrir Köln í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Dortmund hefur náð munnlegu samkomulagi við Köln um leikmanninn sem mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner