banner
   þri 08. september 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafael til Istanbul Basaksehir (Staðfest)
Rafael er farinn til Tyrklands.
Rafael er farinn til Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Rafael da Silva hefur yfirgefið Lyon og samið við Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.

Hann fer til Tyrklands á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með Lyon frá 2015. Þar áður var hann leikmaður Manchester United þar sem hann varð Englandsmeistari þrisvar sinnum.

Rafael er orðinn þrítugur. Hann spilaði 139 leiki fyrir Lyon og skoraði tvö mörk. Fyrr í sumar sagði hann stjórnarmönnum Lyon að hann vildi prófa eitthvað nýtt ævintýri þar sem hann fengi spiltíma.

Istanbul Basaksehir varð Tyrklandsmeistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Í liðinu má meðal annars finna leikmenn eins og Demba Ba og Martin Skrtel.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband þar sem Rafael er kynntur til leiks í Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner