Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 08. september 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Omar Sowe frá næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe, sem er á láni hjá Breiðabliki frá New York Red Bulls, verður frá í allt að fjórar vikur þar sem hann tognaði aftan í læri eftir að hafa komið inn á gegn Leikni í lok síðasta mánaðar.

Omar mun væntanlega ekki snúa til baka fyrr en í 2. umferð úrslitakeppninnar sem fram fer aðra helgina í október.

Í sumar hefur þessi 21 árs sóknarmaður, sem fæddur er í Gambíu, skorað fjögur mörk í nítján leikjum í deild og bikar.

Omar getur bæði spilað á vængnum sem og fremsti maður.

Tvær umferðir eru eftir af hefðbundnu Íslandsmóti en svo tekur við nýjun sem er fimm umferða úrslitakeppni sem fer öll fram í október.
Athugasemdir
banner
banner