Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef enga trú á því að hann eigi eftir að vera lengi áfram á Íslandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Snær Gunnarsson hefur verið í byrjunarliði ÍA í síðustu fjórum leikjum liðsins. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru erlend félög að fylgjast með þróun hans. Gabríel er sóknarmaður sem fæddur er árið 2008.

„Hann er búinn að koma mér skemmtilega óvart. Um leið og þegar ég kem inn í félagið fara menn að tala um hann við mig. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu öflugur hann væri. Hann er mikill markaskorari, mjög klókur leikmaður, sér hlaupin og sendingarnar; les leikinn mjög vel. Hann er mjög áræðinn og mjög góður leikmaður."

„Hann átti ekki góðan leik á móti ÍBV, en var búinn að vera mjög flottur í leikjunum á móti Víkingi og Val. Hann er 17 ára gamall, hann kemur ekki til með að bera liðið uppi hjá okkur, en hann er að standa sig mjög vel. Með svona unga leikmenn á maður alveg von á því að það komi svona leikir eins og hjá honum á móti ÍBV. Ég hef enga trú á því að hann eigi eftir að vera lengi áfram á Íslandi,"
segir Lárus Orri Sigurðsson sem er þjálfari ÍA.

Gabríel Snær er sonur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem lék sem atvinnumaður á sínum ferli og lék 24 A-landsleiki. Gabríel hefur til þessa leikið níu leiki fyrir unglingalandsliðin.

Næsti leikur ÍA verður gegn Breiðabliki á ELKEM-vellinum á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner