Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 08. október 2019 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Dagný Brynjars: Of gott færi til að skalla hann ekki
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir var með sérstaka grímu í kvöld í 6-0 sigrinum á Lettum í kvöld en hún virðist veita lukku því Dagný komst á blað.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Ísland átti ekki í miklum erfiðleikum með Lettland og situr nú með fullt hús stiga úr fyrstu þremur leikjunum ásamt Svíum.

Dagný skoraði með skalla í leiknum en hún er með grímu vegna nefbrots sem átti sér stað í leik með Portland Thorns fyrir aðeins átta dögum síðan.

„Ánægjulegt fyrst og fremst að fá þrjú stig og gott að setja sex mörk. VIð erum ekki búnar að skora það mikið í undankeppninni eða ágætlega mikið bara," sagði Dagný.

„Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og vissum að þær myndu liggja í grasinu. Þetta var þolinmæðisvinna og þurftum að halda haus oft á tíðum."

Dagný skoraði nánast með grímunni en færið var of gott til að skalla hann ekki.

„Það er þægilegt. Ég viðurkenni að þetta er ekki það þægilegasta en hlakka til að losna við hana. Það styttist en þetta var of góður bolti til að skalla hann ekki. Ég vissi að ég gat skallað hann þó ég væri ekki að fara upp í jafn mikið af skallaboltum og ég hefði getað gert og það eru bara átta dagar síðan ég nefbrotnaði og óþarfi að rífa upp brotið aftur."

„Þrír sigurleikir og nú er að halda áfram. Það var mikilvægt að klára landsliðsárið vel. Næsta landsliðsverkefnið er ekki fyrr en á Algarve og gott að enda þetta svona,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir