Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Stjarnan Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna
Mynd: Garðapósturinn - Valdimar
Mynd: Garðapósturinn - Valdimar
Stjarnan vann FH 3-1 í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna í síðustu viku, en leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ.

Bæði lið hafa leikið vel á Íslandsmótinu og dugði FH jafntefli í leiknum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en Stjörnukonur voru ákveðnar að tryggja sér titilinn á heimavelli með sigri og það tókst.

Stjarnan var töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með tveimur mörkum frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur, en Stjarnan hefði auðveldlega geta farið inn í hálfleikinn með meira forskot. FH stúlkur kom svo mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og stýrðu leiknum að mestu leiti án þess þó að ógna markinu næginlega mikið.

Birta Georgsdóttir hleypti svo spennu í leikinn á 58 mínútu þegar hún minnkaði muninn og setti FH tölverða pressu á Stjörnustúlkur, sem vörðust vel og áttu auk þess nokkrar hættulegar skyndisóknir.

Það var síðan á 86. mínútu að Jana Sól Valdimarsdóttir skoraði þriðja mark Stjörnunnar og tryggði Stjörnukonum Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna árið 2020, en Stjarnan tapaði aðeins einum leik á Íslandsmótinu í sumar og er því vel af titlinum komin.

Það var síðan Ásdís Birna Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem fékk bikarinn afhentan að leik loknum og Stjörnukonur fögnuðu Íslandsmeistaratitilinum.

Á liðsmyndinni eru í efri röð frá vinstri: Aníta Kristín Árnadóttir, Elín Helga Ingadóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Kara K. Blöndal Haraldsdóttir, Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir, Hrefna Steinunn Aradóttir, Klara Mist Karlsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Tinna Rut Sæmundsdóttir, Ólína Ágústa Valdimarsdóttir, Snædís María Jörundsdóttir, Eva Margrét Heimisdóttir, Thelma Lind Steinarsdóttir, Birna Dís Eymundsdóttir, Ólöf Sara Sigurðardóttir, Sylvía Birgisdóttir, Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Óskar Smári Haraldsson þjálfari. Fremri röð frá vinstir: Birta Guðlaugsdóttir, Ásdís María Frostadóttir, Hanna Sól Einarsdóttir, Jana Sól Valdimarsdóttir, Ásdís Birna Jónsdóttir, Sara Regína Rúnarsdóttir, Elín Halldóra Erlendsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner