Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. október 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar hefur bullandi trú á Ísaki - „Þarf að læra að lifa eins og atvinnumaður"
Mynd: Rosenborg

Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en hann er búinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg.


Ísak lagði upp sigurmark Breiðabliks gegn KA í dag sem Jason Daði Svanþórsson skoraði. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks og spurði hann út í mál Ísaks.

„Hann er búinn að tækla það mjög vel, auðvitað væri hann til í að vera búinn að skora fleiri mörk í undanförnum leikjum. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og hefur verið frábær,"  sagði Óskar.

„Ég hef ekki séð að hann hafi verið að missa einbeitingu eða höfuðið á honum að fara í einhverjar áttir. Hann fór til Noregs í vikunni og kláraði sín mál þar. Það eru allir ánægðir fyrir hans hönd, hann er búinn að vera virkilega góður í sumar, búinn að leggja mikið á sig. Hann veit að það er hellings helvítis vinna eftir."

Óskar segir að Ísak veit að hann þurfi að leggja mikið á sig til að standa sig hjá eins stóru félagi og Rosenborg er. Hann hefur trú á því að hann muni gera það.

„Ég hef bullandi trú á Ísaki, hann þarf að læra að lifa eins og atvinnumaður og þá eru honum allir vegir færir og þakið mjög hátt hjá honum," sagði Óskar.


Óskar Hrafn: Menn spruttu á fætur eftir þetta högg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner