Hinn mjög svo efnilegi Kristian Nökkvi Hlynsson er áfram í A-landsliðshópnum fyrir leikina núna í nóvember.
Kristian, sem er 19 ára gamall, hefur unnið sér sæti í aðalliði hollenska stórliðsins Ajax.
Kristian, sem er 19 ára gamall, hefur unnið sér sæti í aðalliði hollenska stórliðsins Ajax.
Ajax hefur gengið hörmulega á tímabilinu en á sama tíma hefur Kristian verið að fá tækifærið, og hann hefur verið að nýta það.
„Ég er mikill aðdáandi Kristian Hlynssonar," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag. Kristian hefur ekki enn spilað fyrir A-landsliðið þrátt fyrir að hafa verið í síðustu hópum.
„Hann hefur ekki verið inn á vellinum og var óheppinn fyrir leikinn gegn Liechtenstein þar sem hann var að glíma við bakmeiðsli. Hann hefði spilað þann leik ef hann hefði verið heill."
„Hann hefur verið að gera gríðarlega vel fyrir Ajax á mjög erfiðum tíma fyrir félagið. Mér finnst mikið til hans koma. Hann er ungur leikmaður sem spilar bæði með heilanum og fótunum. Hann er maður framtíðarinnar. Hann hefur verið í hópnum frá því ég kom inn vegna þess að hann hefur heillað mig. Hann hefur verið að sækja sér þekkingu frá öðrum í hópnum."
Athugasemdir