Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. nóvember 2024 16:01
Elvar Geir Magnússon
Oliver kveður Breiðablik - „Sjáumst síðar í öðrum lit“
Oliver hefur kvatt Breiðablik.
Oliver hefur kvatt Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson hefur formlega yfirgefið Breiðablik en hann var ekki sáttur við hlutverk sitt í liðinu. Þessi 29 ára miðjumaður byrjaði bara tvo deildarleiki fyrir Blika á liðnu tímabili.

Oliver er uppalinn hjá Breiðabliki og það er eina íslenska liðið sem hann hefur spilað með.

„Nú tekur við mjög spennandi tími og tækifæri í fótboltanum til að læra og bæta mig sem leikmann og manneskju. Sjáumst síðar í öðrum lit," skrifar Oliver meðal annars í kveðjupósti á samfélagsmiðlum til Blika.

Í viðtali við Fótbolta.net í lok október sagðist Oliver ekki sáttur með spilmínúturnar en Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari.

„Ég er ekkert svakalega glaður með spilmínúturnar. Vissulega voru einhver smá meiðsli hér og þar, en svo seinni partinn þegar við förum á skrið, og Anton Ari, Höggi og Ísak taka bara yfir, þá erum við hinir finnst mér verkamenn að hjálpa þeim að klára þessa deild. Þá var ég því miður ekki í liðinu, var ekki treyst til þess að fara í liðið þegar við komumst á skrið," sagði Oliver í umræddu viðtali.



Athugasemdir
banner
banner
banner