Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 29. október 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Svekktur með mínútufjöldann og er líklega á förum - „Erum með gamalt lið"
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn á sunnudag.
Varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Var í stærra hlutverki í fyrra heldur en í ár.
Var í stærra hlutverki í fyrra heldur en í ár.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þá erum við hinir finnst mér verkamenn að hjálpa þeim að klára þessa deild'
'Þá erum við hinir finnst mér verkamenn að hjálpa þeim að klára þessa deild'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver kom inn á undir lokin á sunnudaginn.
Oliver kom inn á undir lokin á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson er að renna út á samningi hjá Breiðabliki og er útlit fyrir að hann verði ekki áfram hjá uppeldisfélaginu. Oliver er ósáttur við það hlutverk sem hann var í á tímabilinu, hefði viljað spila mun meira.

Hann hefur allan sinn feril á Íslandi verið hjá Blikum, var á árunum 2012-14 hjá AGF í Danmörku og svo 2017-2019 samningsbundinn Bodö/Glimt í Noregi. Í sumar kom hann einungis við sögu í tólf deildarleikjum og tveimur Evrópuleikjum. Hann byrjaði einungis tvo deildarleiki. Oliver ræddi við Fótbolta.net um tímabilið og framhaldið.

„Ég er ekkert svakalega glaður með spilmínúturnar. Vissulega voru einhver smá meiðsli hér og þar, en svo seinni partinn þegar við förum á skrið, og Anton Ari, Höggi og Ísak taka bara yfir, þá erum við hinir finnst mér verkamenn að hjálpa þeim að klára þessa deild. Þá var ég því miður ekki í liðinu, var ekki treyst til þess að fara í liðið þegar við komumst á skrið. Dóri bara hélt í sama liðið þegar við vorum óstöðvandi. Ég er ekkert búinn að vera meiddur undanfarna 2-3 mánuði, og það eru vonbrigði fyrir mig að fá ekki tækifæri til þess að sýna mig; sýna að ég sé byrjunarliðsmaður í Breiðabliki."

„Við erum með gamalt lið, lið sem á að vinna núna og aldurssamsetningin er ekkert að hjálpa manni, þó að ég sé bara 29 ára. Það er bara samkeppni alls staðar á vellinum, við vorum að vinna leiki og ég var því miður ekki í liðinu þegar við byrjuðum að vinna annað en tímabilið '22 þegar ég var í liðinu þegar við vorum að vinna alla leiki. Spilmínúturnar í sumar eru því vonbrigði."


Hár aldur hjálpaði ekki til
Þú sérð það þá þannig að ef þú værir tvítugur þá hefðir þú allavega verið nær liðinu, eða hvað?

„Ég trúi því að ég hefði fengið fleiri mínútur, ég sé það þannig. Það hefur verið talað um hvað við erum gamlir og það eru ekkert rosalega margir undir 25. Ég held það séu 2-3 og einn af þeim var lánaður. Ég ætla ekki að segja að aldurinn sé ástæðan. en það allavega hjálpaði mér ekki hvað allur hópurinn er gamall. Hópurinn er settur saman til að vinna núna og við gerðum það."

Ekki áhuga á sama hlutverki áfram
Oliver var spurður út í framtíðina, hvernig lítur hún út?

„Þetta hefur verið æðislegur tími hjá Breiðabliki, en mér finnst líklegast að leikurinn á sunnudag hafi verið sá síðasti. Þótt að ég hafi tekið að mér alls konar hlutverk hjá Breiðabliki, og er uppalinn Bliki, þá hef ekki áhuga á þessu hlutverki áfram."

„Það var ekki talað við mig (af Breiðabliki um samningstöðuna) fyrr en bara fyrir stuttu síðan og mér finnst það svolítið asnalegt."

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir framtíðinni, langar ótrúlega mikið að bæta mig áfram. Mér er alveg sama hvað fólk segir um að ungir leikmenn geti bætt sig svo mikið, mér finnst það algjör mýta, allir leikmenn geta bætt sig á ótrúlega mörgum sviðum og ég hlakka mikið til þess. Eins og staðan er í dag þá finnst mér líklegast að ég verði að bæta mig annars staðar en hjá Breiðabliki og hlakka til þess."


Ertu búinn að fá eitthvað símtal annar staðar frá?

„Nei og ég hef eiginlega bara ýtt því til hliðar. Ég vildi klára tímabilið og svo skoða hvaða möguleikar væru í boði," segir Oliver.
Athugasemdir
banner
banner
banner