Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 08. desember 2023 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már sagður ætla að spila á Íslandi næsta sumar
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er sagður ætla sér að spila hér á Íslandi næsta sumar.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.

Rúnar Már, sem er 33 ára, hefur spilað erlendis frá 2013. Hann hefur verið hjá Zwolle í Hollandi, Sundsvall í Svíþjóð, Grasshopper og St. Gallen í Sviss, Astana í Kasakstan og svo hefur hann leikið með Cluj og Voluntari í Rúmeníu.

Í Þungavigtinni er Rúnar Már orðaður við Val, Víking og ÍA en hann á hús á Akranesi.

„Hann myndi labba inn í öll þessi lið á morgun," sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Rúnar Már hefur spilað 32 A-landsleiki fyrir Íslands og hefur hann skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner