Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 09. janúar 2021 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Schalke vann loksins eftir 30 leiki án sigurs
Það voru mjög merkileg úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Schalke vann gríðarlega langþráðan sigur.

Schalke hafði ekki unnið í 30 leikjum í röð í þýsku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag. Liðið hefði getað jafnað met Tasmania Berlín frá 1965 ef liðinu hefði ekki tekist að vinna í dag.

Svo fór að Schalke jafnaði ekki metið. Liðið burstaði Hoffenheim, 4-0. Matthew Hoppe, 19 ára gamall Bandaríkjamaður, fór á kostum í liði Schalke og skoraði þrennu. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem skorar þrennu í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Schalke er komið upp í 17. sæti og er núna fjórum stigum frá öruggu sæti; útlitið mikið betra. Hoffenheim er í 14. sæti eftir þetta tap.

Freiburg og Eintracht Frankfurt unnu einnig sína leiki. Bayer Leverkusen gerði jafntefli við Werder Bremen og Union Berlín gerði jafntefli við Wolfsburg.

Bayer 1 - 1 Werder
0-1 Omer Toprak ('52 )
1-1 Patrik Schick ('70 )

Freiburg 5 - 0 Koln
1-0 Ermedin Demirovic ('18 )
2-0 Nicolas Hofler ('39 )
3-0 Roland Sallai ('59 )
4-0 Philipp Lienhart ('69 )
5-0 Lucas Holer ('79 )

Union Berlin 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Renato Steffen ('10 )
1-1 Sheraldo Becker ('29 , víti)
2-1 Robert Andrich ('52 )
2-2 Wout Weghorst ('66 , víti)
Rautt spjald: Maximilian Arnold, Wolfsburg ('50)

Schalke 04 4 - 0 Hoffenheim
1-0 Matthew Hoppe ('42 )
2-0 Matthew Hoppe ('57 )
3-0 Matthew Hoppe ('63 )
4-0 Amine Harit ('79 )

Mainz 0 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Andre Silva ('24 , víti)
0-2 Andre Silva ('72 , víti)
Athugasemdir
banner
banner