Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 15:11
Elvar Geir Magnússon
„Hæstánægð með að fá hann aftur“
Danilo kom frá Palmeiras 2023.
Danilo kom frá Palmeiras 2023.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Danilo, miðjumaður Nottingham Forest, verður væntanlega í leikmannahópnum gegn Luton í FA-bikarnum á laugardag.

Þessi 23 ára leikmaður ökklabrotnaði strax í fyrsta leik Forest á tímabilinu eftir að hafa lent illa í 1-1 jafnteflisleik gegn Bournemouth.

Hann mun ekki byrja leikinn á laugardag en Nuno Espirito Santo er vongóður um að hann geti komið við sögu.

„Við erum hæstánægð með að fá hann aftur. Hann er sífellt brosandi og það er gott að fá hann aftur," segir Nuno.

Forest hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu og er í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Í næstu viku mætast einmitt Forest og Liverpool í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner