Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Haller orðinn liðsfélagi Kolbeins (Staðfest)
Mynd: Utrecht
Framherjinn Sebastien Haller er genginn til liðs við hollenska félagið Utrecht á láni frá Borussia Dortmund en þetta kemur fram í tilkynningu frá Utrecht í dag.

Haller er þrítugur og eyddi fyrri hluta leiktíðarinnar á láni hjá Leganes á Spáni.

Spænska félagið rifti lánssamningnum í byrjun mánaðarins og var Fílabeinsstrendingurinn ekki lengi að finna sér nýtt félag.

Hann er mættur aftur til Utrecht á láni út þetta tímabil, en þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann spilar fyrir félagið.

Haller lék þrjú tímabil með Utrecht frá 2015 til 2017 og skoraði þá 51 mark í 98 leikjum.

Hjá Utrecht hittir hann íslenska landsliðsmanninn Kolbein Birgir Finnsson sem gekk í raðir félagsins frá Lyngby á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner