Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ipswich fær Philogene frá Aston Villa
Mynd: Getty Images

Ipswich hefur náð samkomulagi um kaup á Jaden Philogene frá Aston Villa að sögn Fabrizio Romano.


Ipswich mun borga 22 milljónir punda fyrir leikmanninn þá gæti verðið hækkað eftir árangri leikmannsins.

Philogene er uppalinn hjá Villa en hann gekk til liðs við Hull sumarið 2023. Ipswich reyndi að kaupa hann síðasta sumar fyrir 18 milljónir punda og Villa bauð þá einnig í hann og vann kapphlaupið.

Hann er 22 ára gamall vængmaður en hann fer núna til Ipswich. Hann hefur komið við sögu í 15 leikjum hjá Aston Villa án þess að skora. Ipswich vann Everton í baráttunni um leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner