Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
banner
föstudagur 31. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 29. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 27. maí
Besta-deild karla
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
fimmtudagur 30. maí
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 15.apr 2024 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Í mikilvægu doktorsnámi sem gengur út á að bæta snemmgreiningu brjóstakrabbameina

Kristrún Ýr Holm er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir lið Keflavíkur í Bestu deild kvenna. Hún er fyrirliði og hjartað í liðinu. Kristrún steig sín fyrstu skref í Víði í Garðinum en fór yfir í Keflavík í 3. flokki. Hún hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá Keflavíkurliðinu sem er núna á leið inn í sitt fjórða ár í röð í efstu deild. Utan vallar er Kristrún í afar áhugaverðu og mikilvægu doktorsnámi sem snýr að snemmgreiningu brjóstakrabbameina. Eins og gefur að skilja er það mjög svo krefjandi nám en Kristrúnu hefur tekist að blanda því vel með fótboltanum og er öflug fyrirmynd í Keflavík.

Fyrir leik með Keflavík í fyrra.
Fyrir leik með Keflavík í fyrra.
Mynd/Hrefna Morthens
Í leik með Keflavík árið 2018.
Í leik með Keflavík árið 2018.
Mynd/Auður Erla Guðmundsdóttir
Úr leik á síðasta tímabili.
Úr leik á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er mjög krefjandi og þú þarft að vera 'altmuligmand' svolítið. Ég er mikið inn á rannsóknarstofunni og svo er ég í gagnaúrvinnslu sem felur í sér forritun. Þetta eru fjölbreytt og mikil verkefni'
'Þetta er mjög krefjandi og þú þarft að vera 'altmuligmand' svolítið. Ég er mikið inn á rannsóknarstofunni og svo er ég í gagnaúrvinnslu sem felur í sér forritun. Þetta eru fjölbreytt og mikil verkefni'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Keflavík sumarið 2022.
Í leik með Keflavík sumarið 2022.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Það felast háleit markmið í þessari rannsókn. Að takast það að ná þessu markmiði er langhlaup. Einhvers staðar verður maður að byrja og við erum að taka byrjunarskref í þessu langhlaupi '
'Það felast háleit markmið í þessari rannsókn. Að takast það að ná þessu markmiði er langhlaup. Einhvers staðar verður maður að byrja og við erum að taka byrjunarskref í þessu langhlaupi '
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er að fara inn í sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild.
Keflavík er að fara inn í sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er krefjandi að vera í þessu með fótboltanum en ég er með mjög skilningsríka leiðbeinendur og þær eru rosalega hvetjandi'
'Það er krefjandi að vera í þessu með fótboltanum en ég er með mjög skilningsríka leiðbeinendur og þær eru rosalega hvetjandi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún í leik með Keflavík í fyrra.
Kristrún í leik með Keflavík í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu tímabili. Þetta fer að byrja og ég get eiginlega ekki beðið'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu tímabili. Þetta fer að byrja og ég get eiginlega ekki beðið'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð neðsta sæti en þær ætla sér klárlega stærri hluti en það í sumar.
Keflavík er spáð neðsta sæti en þær ætla sér klárlega stærri hluti en það í sumar.
Mynd/Hrefna Morthens
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 10. sæti
Hin hliðin - Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík)

„Ég byrjaði að æfa með Víði í Garði og var mjög mikið að spila með strákunum. Það voru ekki margar stelpur að æfa á þeim tíma. Þegar við máttum fara að spila ellefu manna bolta, þá vorum við enn að spila sjö manna bolta því við vorum svo fáar. Víðir reyndi að stofna meistaraflokk en það gekk ekki. Þegar ég er á 3. flokks aldri þá fer ég yfir í Keflavík," segir Kristrún Ýr í samtali við Fótbolta.net.

Fjórða árið í röð í efstu deild
Kristrún, sem er fædd árið 1995, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavík árið 2011. Keflavík var þá að berjast í neðri hlutanum í riðli sínum í 1. deild. Árið 2014 endaði Keflavík í neðsta sæti í sínum riðli í 1. deild og staðan var sú sama árið eftir, en þá náði liðið aðeins í eitt stig í tíu leikjum. Núna er staðan önnur og er Keflavík á leið í sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild.

„Ég er stolt að því að vera hluti af þessari þróun"

„Ég var fljót að aðlagast nýju félagi og um tíma var ég að æfa með 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki á sama tíma. Það var mikið álag en meistaraflokkurinn gekk auðvitað fyrir," segir Kristrún.

„Ég var mjög ung þegar ég byrja að æfa með meistaraflokki og það var mikil reynsla. Til að byrja með var meistaraflokksliðið í Keflavík ekkert rosalega sterkt. Við vorum í 1. deildinni og okkur gekk alls ekkert vel. Svo fáum við Gunnar Magnús (Jónsson) sem þjálfara og þá er kvennaboltinn í Keflavík tekinn fastari tökum. Það verður mikil uppbygging og gríðarleg breyting á umgjörðinni í kringum kvennaliðið. Það voru búnir að vera fínir þjálfarar áður en þarna breytist mikið."

„Árið 2016 er fyrsta tímabilið með Gunna og þá vorum við næstum komnar upp í efstu deild. Eftir á að hyggja fórum við kannski blessunarlega ekki upp. Það tók tíma að slípa okkur saman þangað til við fórum upp 2019. Við féllum árið eftir en vorum fljótar að koma okkur upp aftur. Þetta er núna fjórða árið í röð sem við erum í efstu deild."

Kristrún hefur verið með Keflavík á botninum og hjálpað liðinu að komast á þann stað sem það er á í dag.

„Það var gríðarlega gaman að því að verða vitni að því þegar Gunni tekur við og umgjörðinni er breytt. Ég er stolt að því að vera hluti af þessari þróun og það er gaman að spila mikilvægt hlutverk í liðinu í dag. Núna erum við búnar að vera svolítið lengi að berjast fyrir þessu sæti í efstu deild og núna þurfum við að fara að taka þetta næsta skref og komast aðeins ofar í töflunni."

Er í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum
Utan vallar er Kristrún að gera vægast sagt áhugaverða hluti en hún er í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum. Hún er útskrifuð með meistaragráðu í líf- og læknavísindum, og er hún núna að vinna að mikilvægri rannsókn.

„Þetta eru fjölbreytt og mikil verkefni"

„Ég er í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum. Verkefnið snýst um að bera kennsl á ný lífmerki í blóðvökva sem getur bætt snemmgreiningu brjóstakrabbameina. Við erum aðallega að skoða prótein, eins og er, sem geta mögulega sagt til um það hvort brjóstakrabbamein sé byrjað að myndast eða ekki. Þá erum við mikið að horfa til kvenna hér á Íslandi sem eru með þekkta stökkbreytingu í BRCA2 geni. Ég er mikið að vinna í þessu verkefni utan vallar og er á fjórða ári núna," segir varnarmaðurinn öflugi.

„Það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að ljúka doktorsnámi á Íslandi, þar að meðal að birta vísindagreinar og er ég að því vinna að því núna að birta niðurstöður mínar í vísindagrein. Þetta er mjög krefjandi og þú þarft að vera 'altmuligmand' svolítið. Ég er mikið inn á rannsóknarstofunni og svo er ég í gagnaúrvinnslu sem felur í sér forritun. Þetta eru fjölbreytt og mikil verkefni," segir Kristrún jafnframt.

Mikilvægt að slíkar rannsóknir séu gerðar
Kristrún fékk styrk til að vinna að þessum rannsóknum en það er mikilvægt fyrir samfélagið að slíkar rannsóknir séu unnar.

„Ég brenn sérstaklega mikið fyrir þessu þar sem sambærileg stökkbreyting er í minni fjölskyldu"

„Ég hef alltaf verið forvitin týpa og haft rosa mikinn áhuga á erfðafræði, líffræði og sameindalíffræði. Ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að fara í læknisfræði eða fara út í grunnvísindi. Grunnvísindin skipta rosalega miklu máli eins og að bera kennsl á eitthvað nýtt í tengslum við krabbamein. Að geta verið partur af því er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á," segir Kristrún.

„Það er mikilvægt fyrir samfélagið að svona rannsóknir eru gerðar. Ég brenn sérstaklega mikið fyrir þessu þar sem sambærileg stökkbreyting er í minni fjölskyldu. Systir mín, pabbi minn og bróðir minn eru arfberar en ég er það ekki. Maður brennur fyrir þessu líka út af því."

Þetta er langhlaup
Stóra markmiðið með þessari rannsókn er að bera fyrr kennsl á brjóstakrabbamein til að auka lifun þeirra sem greinast.

„Mikilvægt er að hægt verði að bera fyrr kennsl á meinið fyrir unga hóp sem er í aukinni áhættu á að fá brjóstakrabbamein"

„Það felast háleit markmið í þessari rannsókn. Að takast það að ná þessu markmiði er langhlaup. Einhvers staðar verður maður að byrja og við erum að taka byrjunarskref í þessu langhlaupi. Að vera byrjuð á þessari rannsókn er bara frábært og svo byggist ofan á meiri þekking," segir Kristrún.

„Lokamarkmiðið er að finna prótein í blóði sem hægt er að tengja við ákveðið brjóstakrabbamein eða þessa stökkbreytingu í BRCA2 geni. Sérstaklega þar sem konur með BRCA2 stökkbreytingu eru í meiri áhættu að greinast ungar með brjóstakrabbamein. Oft eru það agressívari brjóstakrabbamein en ef það myndi greinast á eldri árum. Mikilvægt er að hægt verði að bera fyrr kennsl á meinið fyrir unga hóp sem er í aukinni áhættu á að fá brjóstakrabbamein."

„Röntgenmyndataka af brjóstum er greiningaraðferð sem er notuð í dag til að bera kennsl á brjóstakrabbamein og hún er mjög góð. Hins vegar getur verið erfitt að greina krabbameinið á byrjunarstigi og þá sérstaklega hjá ungum konur. Ungar konur hafa gjarnan þéttari brjóstvef en eldri konur. Í þeim tilfellum getur reynst erfiðara að bera kennsl á lítið mein. Því væri önnur úrræði en brjóstamyndataka - eins og til dæmis að skoða blóðprufu - óskastaða. Vonin er sú að hægt verði að skima fyrir brjóstakrabbameinum með aðferðum sem krefjast lítils inngrips, til dæmis með að greina blóðsýni. Þetta er langhlaup og það tekur tíma að vinna í þessu."

Búin að fá ómetanlegan stuðning
Námið er gríðarlega krefjandi og það þarf að skipuleggja sig vel til að ná að spila fótbolta með því. Kristrún hefur sýnt að það er hægt.

„Ég er búin að fá ómetanlegan stuðning frá þeim og gæti ekki gert þetta án þeirra stuðnings"

„Það er krefjandi að vera í þessu með fótboltanum en ég er með mjög skilningsríka leiðbeinendur og þær eru rosalega hvetjandi. Ég upplifi það að þær vilji styðja mig í fótboltanum líka og eru stoltar af því. Ég er búin að fá ómetanlegan stuðning frá þeim og gæti ekki gert þetta án þeirra stuðnings. Svo er líka skilningur frá þjálfurum og stjórninni í Keflavík. Oftast gengur þetta upp. Ég er mikið að vinna í tölvunni og get stjórnað vinnutímanum mikið sjálf sem er heppilegt," segir Kristrún.

„Þetta er mjög áhugavert og gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það eru magar pælingar sem maður hefur sem mig langar að taka næstu skref með. Ég verð að sjá til hvernig framhaldið verður þegar ég klára doktorsgráðuna," segir hún jafnframt.

Viljum gera betur en í fyrra
Áður en samtalinu lýkur, þá verðum við auðvitað aðeins að ræða aðeins aftur um fótboltann þar sem Besta deild kvenna er að hefjast eftir viku. Keflavík endaði í áttunda sæti í fyrra en markmiðið hjá liðinu er að gera betur í ár.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu tímabili"

„Við viljum gera betur en í fyrra. Við förum á erfiðan útivöll í fyrsta leik (gegn Breiðabliki) en það skiptir miklu máli núna að undirbúa sig vel fyrir þann leik og leikina sem koma þar á eftir. Við ætlum að fókusa á einn leik í einu. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu tímabili. Þetta fer að byrja og ég get eiginlega ekki beðið," sagði þessi öfluga fótboltakona og mikla fyrirmynd að lokum.
Athugasemdir
banner
banner