Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 09. mars 2023 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba settur í agabann
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að dvöl Paul Pogba hjá Juventus hafi engan veginn gengið upp enn sem komið er.

Pogba er búinn að vera meiddur nánast frá því hann kom, en hann sneri aftur inn á völlinn þann 28. febrúar síðastliðinn.

Hann er búinn að koma við sögu í tveimur leikjum í heildina, en er núna kominn í agabann og mun ekkert spila þegar liðið mætir Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld.

Samkvæmt heimildum Goal er Max Allegri, þjálfari Juventus, búinn að láta Pogba vita að hann verði ekki í hóp í kvöld eftir að hann braut agareglur félagsins.

Sagan segir að hinn 29 ára gamli Pogba hafi mætt of seint á liðsfund og þess vegna verði hann ekki með.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner