Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. mars 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddi við Swansea en verður áfram á Nesinu - „Það er eðlilegt"
Lengjudeildin
Chris Brazell.
Chris Brazell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Chris Brazell, þjálfari Gróttu, var orðaður við Swansea eftir síðasta tímabil.

Brazell fór í viðræður við Swansea, sem leikur í Championship-deildinni, um að koma inn í stórt þjálfarateymi stjórans Russell Martin hjá aðalliðinu.

Brazell þekkir til Martin og aðstoðarþjálfarans Matt Gill frá tíma sínum í akademíu Norwich. Martin er goðsögn hjá Kanarífuglunum.

Brazell, sem er þrítugur, tók við þjálfun Gróttu fyrir síðasta tímabil og náði ótrúlega flottum árangri þar sem Gróttuliðið endaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar. Honum stóð til boða að fara í enska boltann en ákvað á endanum að vera áfram aðalþjálfari á Seltjarnarnesi þar sem hann er að öðlast mjög góða reynslu.

„Ég er hér á Íslandi til að starfa við fótbolta. Ég byrjaði hjá Gróttu í öðru hlutverki og er núna orðinn aðalþjálfari. Ég er ekki frá Íslandi og það eru alltaf til staðar hugsanir um að fara aftur til Bretlands eða á aðra staði sem ég hef starfað áður á," sagði Brazell við Fótbolta.net

„Það er eðlilegt. Ef þú værir að vinna í öðru landi sem blaðamaður þá myndi það líklega alltaf vera freistandi að fara heim eða einhver að spyrja þig hvað þú værir að gera núna og hvort þú værir að koma heim. Þú skoðar alltaf möguleikana."

„En núna er ég hérna og ég er mjög einbeittur. Ég er að leggja mikið á mig og ég nýt þess að vera hér hjá Gróttu og á Íslandi. Ég er spenntur fyrir tímabilinu og ég er spenntur að sjá sólina," sagði þessi efnilegi þjálfari.
„Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta"
Athugasemdir
banner
banner