Aganefnd hefur dæmt Aron Sigurðarson, fyrirliða KR, í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-2 jafnteflisleiknum gegn KA í Bestu deildinni á sunnudaginn.
Hann fékk sjálfkrafa eins leiks bann en vegna skýrslu dómara þá þyngir aganefndin refsinguna í tvo leiki.
Hann fékk sjálfkrafa eins leiks bann en vegna skýrslu dómara þá þyngir aganefndin refsinguna í tvo leiki.
„Ég vona að mönnum beri gæfa til að gera ekki meira úr þessu, láti bara einn leik í bann nægja. Það er næg refsing. Ég yrði mjög svekktur og verulega pirraður ef Aron fengi lengra bann en það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í viðtali við KR hlaðvarpið eftir leikinn.
Aron, sem er skærasta stjarna KR, verður í banni í næstu tveimur deildarleikjum; gegn Val og FH. Hér að neðan má sjá umfjöllun úr Stúkunni á Stöð 2 Sport.
Hjalti Sigurðsson verður einnig í banni hjá KR í leiknum gegn Val en hann fékk tvö gul og þar með rautt á Akureyri. Gylfi Þór Sigurðsson fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í sigurleik Víkings gegn ÍBV og verður hann í banni gegn KA í næstu umferð.
Athugasemdir