Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík tók á móti Þrótti á HS Orku vellinum í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Aðstæður buðu ekki upp á fallegan fótbolta og það voru Þróttarar sem náðu inn sigurmarki í lokin. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Svekkelsi að tapa á heimavelli" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld.

„Scrappy leikur, aðstæður kannski frekar erfiðar. Völlurinn þungur og mikið rok og rigning á annað markið en fyrst og fremst bara svekktur" 

Keflavík lenti einum manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Nacho Heras fékk tvö gul á örskömmum tíma eftir smá reykistefnu þegar Keflavík vildi fá vítaspyrnu.

„Við viljum meina að við eigum að fá víti og þar sem ég stóð og sá þetta þá fannst mér þetta vera klárt víti og eðlilega verða menn þá pirraðir yfir því" 

„Nacho mótmælti dómnum og hefur sagt eitthvað við hann. Ekki nóg með það að hann hafi fengið gult heldur þá fær hann annað gula strax aftur fyrir kjaft líka. Hvað hann sagði veit ég ekki en væntanlega eitthvað á spænsku og ef hann hefur metið það þannig að það væri rautt spjald þá er það rautt spjald"

„Seinni hálfleikur er að okkar hálfu vel spilaður og góð frammistaða. Við erum undan vindi og erum búnir að 'suffera' fyrri hálfleikinn á móti vindi og í seinni hálfleik þó að við séum einum færri þá var það oft á tíðum ekki að sjá og ég er bara gríðarlega ánægður með liðið okkar í seinni hálfleiknum en því fór sem fór"

Góðu fréttirnar fyrir Keflavík eru þær að það eru enn 20 leikir eftir þrátt fyrir svekkjandi tap í kvöld.

„Jájá, mótið er bara nýbyrjað og fullt af stigum eftir, þetta verður bara gaman"

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner