Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík tók á móti Þrótti á HS Orku vellinum í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Aðstæður buðu ekki upp á fallegan fótbolta og það voru Þróttarar sem náðu inn sigurmarki í lokin. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Svekkelsi að tapa á heimavelli" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld.

„Scrappy leikur, aðstæður kannski frekar erfiðar. Völlurinn þungur og mikið rok og rigning á annað markið en fyrst og fremst bara svekktur" 

Keflavík lenti einum manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Nacho Heras fékk tvö gul á örskömmum tíma eftir smá reykistefnu þegar Keflavík vildi fá vítaspyrnu.

„Við viljum meina að við eigum að fá víti og þar sem ég stóð og sá þetta þá fannst mér þetta vera klárt víti og eðlilega verða menn þá pirraðir yfir því" 

„Nacho mótmælti dómnum og hefur sagt eitthvað við hann. Ekki nóg með það að hann hafi fengið gult heldur þá fær hann annað gula strax aftur fyrir kjaft líka. Hvað hann sagði veit ég ekki en væntanlega eitthvað á spænsku og ef hann hefur metið það þannig að það væri rautt spjald þá er það rautt spjald"

„Seinni hálfleikur er að okkar hálfu vel spilaður og góð frammistaða. Við erum undan vindi og erum búnir að 'suffera' fyrri hálfleikinn á móti vindi og í seinni hálfleik þó að við séum einum færri þá var það oft á tíðum ekki að sjá og ég er bara gríðarlega ánægður með liðið okkar í seinni hálfleiknum en því fór sem fór"

Góðu fréttirnar fyrir Keflavík eru þær að það eru enn 20 leikir eftir þrátt fyrir svekkjandi tap í kvöld.

„Jájá, mótið er bara nýbyrjað og fullt af stigum eftir, þetta verður bara gaman"

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner
banner