Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík tók á móti Þrótti á HS Orku vellinum í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Aðstæður buðu ekki upp á fallegan fótbolta og það voru Þróttarar sem náðu inn sigurmarki í lokin. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Svekkelsi að tapa á heimavelli" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í kvöld.

„Scrappy leikur, aðstæður kannski frekar erfiðar. Völlurinn þungur og mikið rok og rigning á annað markið en fyrst og fremst bara svekktur" 

Keflavík lenti einum manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Nacho Heras fékk tvö gul á örskömmum tíma eftir smá reykistefnu þegar Keflavík vildi fá vítaspyrnu.

„Við viljum meina að við eigum að fá víti og þar sem ég stóð og sá þetta þá fannst mér þetta vera klárt víti og eðlilega verða menn þá pirraðir yfir því" 

„Nacho mótmælti dómnum og hefur sagt eitthvað við hann. Ekki nóg með það að hann hafi fengið gult heldur þá fær hann annað gula strax aftur fyrir kjaft líka. Hvað hann sagði veit ég ekki en væntanlega eitthvað á spænsku og ef hann hefur metið það þannig að það væri rautt spjald þá er það rautt spjald"

„Seinni hálfleikur er að okkar hálfu vel spilaður og góð frammistaða. Við erum undan vindi og erum búnir að 'suffera' fyrri hálfleikinn á móti vindi og í seinni hálfleik þó að við séum einum færri þá var það oft á tíðum ekki að sjá og ég er bara gríðarlega ánægður með liðið okkar í seinni hálfleiknum en því fór sem fór"

Góðu fréttirnar fyrir Keflavík eru þær að það eru enn 20 leikir eftir þrátt fyrir svekkjandi tap í kvöld.

„Jájá, mótið er bara nýbyrjað og fullt af stigum eftir, þetta verður bara gaman"

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner