Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham fær Ekwah frá Chelsea (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham United er búið að tryggja sér franska miðjumanninn Pierre Ekwah Elimby.

Ekwah er 19 ára gamall og er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Hamrana með möguleika á eins árs framlengingu.

Ekwah er varnartengiliður hjá varaliði Chelsea en rennur út á samningi í sumar. Hann fer því yfir til West Ham á frjálsri sölu en Hamrarnir hafa miklar mætur á þessum efnilega leikmanni.

„Varaliðið starfar náið með aðalliðinu hjá West Ham og leikmenn eru nánir. Ungir leikmenn fá mikið af tækifærum hérna," sagði Ekwah sem neitaði að skrifa undir nýjan samning við Chelsea.

Ekwah er gríðarlega fjölhæfur leikmaður og hefur spilað á vinstri kanti, í vinstri bakverði, miðverði og á miðjunni. Í dag segist hann sjá sjálfan sig sem djúpan miðjumann.

Hann er hugsaður fyrir varalið West Ham til að byrja með en standi hann sig vel þar mun hann berjast við menn á borð við Declan Rice og Tomas Soucek um sæti í liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner