Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 12:07
Magnús Már Einarsson
Hannes keyrði á mann í Aserbaídsjan - Ótrúleg saga
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segir frá mjög áhugaverðri sögu í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag. Hannes talar þar um atvik sem hann lenti í árið 2018 þegar hann var á mála hjá Qarabag í Aserbaídsjan.

„Ég lenti í dramatísku máli þarna. Ég keyrði á gangandi vegfaranda þarna úti og það dró dilk á eftir sér í tvo mánuði," sagði Hannes í Fantasy Gandalf í dag.

Maður að nafni Nurlan var Hannesi innan handar á tíma hans í Aserbaídsjan og hann hjálpaði markverðinum eftir áreksturinn. Maðurinn sem Hannes keyrði á fór ekki með málið fyrir dómstóla en ýmislegt þurfti til að hann gerði það ekki.

„Þetta er nánast þriggja tíma podcast eða bíómynd. Ég er búinn að skrifa uppkast að bíómynd út frá þessu þar sem Nurlan er að sjálfsögðu aðal karakterinn," sagði Hannes.

„Þetta var dramatískt mál sem tók á mig á þesum tíma. Þetta var alvarlegur árekstur en það er í lagi með manninn í dag og allt í góðu. Nurlan átti sinn þátt í því að þetta fór allt saman vel."

„Það var ekkert sem ég gat gert í þessu. Ég var að keyra heim af æfingu og það var niðamyrkur. Drukkinn maður steig út á götuna á milli tveggja bíla og ég hafði ekki einu sinni tíma til að byrja að bremsa áður en hann skellur á bílnum mínum. Þetta var hörku árekstur og áfall."

Hanes gat ekkert gert í árekstrinum en atvikið tók mikið á hann og ekki síður atburðarásin sem fylgdi í kjölfarinu.

„Þetta var hræðileg tilfinning. Síðan tók við atburðarás sem ég hafði enga stjórn á. Ég var í öðrum landi þar sem eru allt aðrar reglur og allt önnur menning. Hlutirnir þarna virka ekki alveg eins og hjá okkur. Það tóku við óþægilegir tveir mánuðir uppi eftir þetta."

Maðurinn sem Hannes keyrði á var ekki tryggður og Hannes þurfti því að halda honum uppi næstu vikurnar eftir slysið.

„Ég þurfti að borga allt sem þurfti að borga og halda honum uppi í tvo mánuði. Ég þurfti að halda honum ánægðum í tvo mánuði því hann hefði getað klagað mig til dómstóla ef hann væri ekki ánægður. Nurlan var hjá honum 24/7 á sjúkrahúsinu og dóttirinn hans varð ástfangin af honum. Nurlan var að leita sér að konu og hann varð ástfangin af henni en hann getur ekki byrjað með henni af því að hún hefur átt kærasta áður. Það er hrikalegt að þau hafi ekki gift sig því að bíómyndin átti að enda með brúðkaupi," sagði Hannes léttur í bragði.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn en Hannes talar um þessa sögu eftir 53 mínútur.


Athugasemdir
banner
banner