Það er einn leikur eftir í Evrópumóti landsliða þar sem heimamenn í Englandi mæta Ítalíu í úrslitaleik á Wembley.
Liðin eigast við á sunnudaginn eftir að hafa farið taplaus í gegnum keppnina. Ítalir slógu Austurríki, Belgíu og Spán úr leik á meðan England sendi Þýskaland, Úkraínu og Danmörku heim.
Englendingar geta þar með unnið sitt annað stórmót í sögunni en liðið hefur aldrei unnið Evrópumótið áður. Eins og frægt er hafa Englendingar aðeins unnið eitt stórmót - HM 1966 á heimavelli.
Það er því mikið undir er liðin mætast á sunnudaginn en Ítalir hafa einu sinni unnið Evrópumótið, árið 1968, og fjórum sinnum unnið Heimsmeistaramótið.
Sunnudagur:
19:00 England - Ítalía
Athugasemdir