Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   fös 09. júlí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn Racing Union í Lúxemborg í gær. Sigurinn var endurkomusigur en Union komst í 2-0 í fyrri hálfleik.

Gísli Eyjólfsson skoraði fyrsta mark Breiðablsiks og Thomas Mikkelsen jafnaði leikinn. Það var svo Damir Muminovic sem skoraði algjört draumamark á 88. mínútu og tryggði Breiðabliki sigur í þessum fyrri leik liðanna.

Höskuldur Gunnlaugsson átti sendingu inn á teiginn, Damir var fyrstur í boltann og þrumaði boltanum á lofti í netið. Glæsilega gert. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli eftir viku í seinni leiknum í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Hér að neðan má sjá markið og viðbrögð við markinu. Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, var virkilega ánægður með sinn mann og samdi lag um kappann.







Athugasemdir
banner