Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 09. júlí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn Racing Union í Lúxemborg í gær. Sigurinn var endurkomusigur en Union komst í 2-0 í fyrri hálfleik.

Gísli Eyjólfsson skoraði fyrsta mark Breiðablsiks og Thomas Mikkelsen jafnaði leikinn. Það var svo Damir Muminovic sem skoraði algjört draumamark á 88. mínútu og tryggði Breiðabliki sigur í þessum fyrri leik liðanna.

Höskuldur Gunnlaugsson átti sendingu inn á teiginn, Damir var fyrstur í boltann og þrumaði boltanum á lofti í netið. Glæsilega gert. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli eftir viku í seinni leiknum í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Hér að neðan má sjá markið og viðbrögð við markinu. Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, var virkilega ánægður með sinn mann og samdi lag um kappann.







Athugasemdir
banner
banner
banner