
„Hún er í heimsklassa," sagði Tuva Hansen, varnarmaður norska landsliðsins, við spurningu Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir leik Íslands og Noregs á morgun.
Var hún þá að tala um Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands.
Var hún þá að tala um Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands.
Hansen er liðsfélagi Glódísar hjá Bayern München í Þýskalandi en Glódís er þar fyrirliði.
„Hún er fyrirliði okkar í Bayern og stendur upp úr hjá Íslandi; mér finnst hún þeirra besti leikmaður. Það verður erfitt að mæta henni," sagði Hansen jafnframt við spurningu Fótbolta.net.
Svo bætti hún einnig við:
„Sem manneskja er hún yndisleg."
Leikur Íslands og Noregs fer af stað klukkan 19:00 að íslenskum tíma á morgun. Ísland á ekki möguleika á því að komast áfram eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum á mótinu.
Athugasemdir