Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   sun 06. júlí 2025 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einstakur leiðtogi.
Glódís er einstakur leiðtogi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var mætt til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Bern í Sviss eftir 2-0 tap gegn heimakonum á EM fyrr í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik í mótinu og fór fyrirliðinn Glódís ekki leynt með tilfinningar sínar í viðtalinu og sagði um líðan sína.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

„Tómleikatilfinning, mikið svekkelsi og bara gríðarlega sárt.“

Glódís hefur verið að glíma við veikindi að undanförnu og gat aðeins leikið hálfleik gegn Finnum á dögunum. Hvernig var staðan á henni í dag og hvernig leið henni í leiknum?

„Mér leið vel. Mér fannst við koma út með gríðarlega mikla orku og við ætluðum að skilja allt eftir á vellinum í dag. Við gerðum það en það var bara ekki nóg í þetta skipti.“

Um andrúmsloftið inn í klefa eftir leik þar sem úrslitiin hafa jafn afdrifarík áhrif sagði Glódís.

„Það er alveg eins og þið gerið ímyndað ykkur. Það eru allir miður sín. Svekkelsi og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Það er ógeðslega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og vera úr leik og ég á eiginlega engin orð.“

Framundan er leikur við Noreg þar sem spilað verður upp á stoltið. Hvernig verður fyrir Glódísi og liðið að gíra sig í þann leik?

„Það er hægt að horfa á það á tvenna vegu. Stoltið er gríðarlega mikið. Við erum gríðarlega stoltar af því að spila fyrir Ísland og við ætlum ekki að leyfa þessum síðasta leik að vera eitthvað sem skiptir engu máli. Hann mun skipta okkur öllu máli og við viljum gera þjóðina stolta og spila þennan leik fyrir alla sem eru mættir hingað fyrir okkur. “

Að lokum var Glódís spurð um aðdraganda mótsins en í vetur glímdi hún við erfið meiðsli og var alls ekki víst að hún yrði leikfær fyrir mót. Það var auðséð á Glódísi að fórninar voru miklar og vinnan gríðarleg sem hún hefur lagt á sig til að koma fram fyrir hönd þjóðar.

„Ég vildi gera allt sem ég gat fyrir liðið. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa mér fyrir það að fara út af í fyrsta leik, Þetta var bara óheppnistímasetning og svona fór þetta. Það er ekkert sem gerir mig stoltara en að spila með þessum stelpum og ég er til í að gera hvað sem er fyrir þær.“
Athugasemdir
banner
banner