Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 06. júlí 2025 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einstakur leiðtogi.
Glódís er einstakur leiðtogi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var mætt til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Bern í Sviss eftir 2-0 tap gegn heimakonum á EM fyrr í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik í mótinu og fór fyrirliðinn Glódís ekki leynt með tilfinningar sínar í viðtalinu og sagði um líðan sína.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

„Tómleikatilfinning, mikið svekkelsi og bara gríðarlega sárt.“

Glódís hefur verið að glíma við veikindi að undanförnu og gat aðeins leikið hálfleik gegn Finnum á dögunum. Hvernig var staðan á henni í dag og hvernig leið henni í leiknum?

„Mér leið vel. Mér fannst við koma út með gríðarlega mikla orku og við ætluðum að skilja allt eftir á vellinum í dag. Við gerðum það en það var bara ekki nóg í þetta skipti.“

Um andrúmsloftið inn í klefa eftir leik þar sem úrslitiin hafa jafn afdrifarík áhrif sagði Glódís.

„Það er alveg eins og þið gerið ímyndað ykkur. Það eru allir miður sín. Svekkelsi og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Það er ógeðslega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og vera úr leik og ég á eiginlega engin orð.“

Framundan er leikur við Noreg þar sem spilað verður upp á stoltið. Hvernig verður fyrir Glódísi og liðið að gíra sig í þann leik?

„Það er hægt að horfa á það á tvenna vegu. Stoltið er gríðarlega mikið. Við erum gríðarlega stoltar af því að spila fyrir Ísland og við ætlum ekki að leyfa þessum síðasta leik að vera eitthvað sem skiptir engu máli. Hann mun skipta okkur öllu máli og við viljum gera þjóðina stolta og spila þennan leik fyrir alla sem eru mættir hingað fyrir okkur. “

Að lokum var Glódís spurð um aðdraganda mótsins en í vetur glímdi hún við erfið meiðsli og var alls ekki víst að hún yrði leikfær fyrir mót. Það var auðséð á Glódísi að fórninar voru miklar og vinnan gríðarleg sem hún hefur lagt á sig til að koma fram fyrir hönd þjóðar.

„Ég vildi gera allt sem ég gat fyrir liðið. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa mér fyrir það að fara út af í fyrsta leik, Þetta var bara óheppnistímasetning og svona fór þetta. Það er ekkert sem gerir mig stoltara en að spila með þessum stelpum og ég er til í að gera hvað sem er fyrir þær.“
Athugasemdir
banner