Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 06. júlí 2025 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einstakur leiðtogi.
Glódís er einstakur leiðtogi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var mætt til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Bern í Sviss eftir 2-0 tap gegn heimakonum á EM fyrr í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik í mótinu og fór fyrirliðinn Glódís ekki leynt með tilfinningar sínar í viðtalinu og sagði um líðan sína.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

„Tómleikatilfinning, mikið svekkelsi og bara gríðarlega sárt.“

Glódís hefur verið að glíma við veikindi að undanförnu og gat aðeins leikið hálfleik gegn Finnum á dögunum. Hvernig var staðan á henni í dag og hvernig leið henni í leiknum?

„Mér leið vel. Mér fannst við koma út með gríðarlega mikla orku og við ætluðum að skilja allt eftir á vellinum í dag. Við gerðum það en það var bara ekki nóg í þetta skipti.“

Um andrúmsloftið inn í klefa eftir leik þar sem úrslitiin hafa jafn afdrifarík áhrif sagði Glódís.

„Það er alveg eins og þið gerið ímyndað ykkur. Það eru allir miður sín. Svekkelsi og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Það er ógeðslega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og vera úr leik og ég á eiginlega engin orð.“

Framundan er leikur við Noreg þar sem spilað verður upp á stoltið. Hvernig verður fyrir Glódísi og liðið að gíra sig í þann leik?

„Það er hægt að horfa á það á tvenna vegu. Stoltið er gríðarlega mikið. Við erum gríðarlega stoltar af því að spila fyrir Ísland og við ætlum ekki að leyfa þessum síðasta leik að vera eitthvað sem skiptir engu máli. Hann mun skipta okkur öllu máli og við viljum gera þjóðina stolta og spila þennan leik fyrir alla sem eru mættir hingað fyrir okkur. “

Að lokum var Glódís spurð um aðdraganda mótsins en í vetur glímdi hún við erfið meiðsli og var alls ekki víst að hún yrði leikfær fyrir mót. Það var auðséð á Glódísi að fórninar voru miklar og vinnan gríðarleg sem hún hefur lagt á sig til að koma fram fyrir hönd þjóðar.

„Ég vildi gera allt sem ég gat fyrir liðið. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa mér fyrir það að fara út af í fyrsta leik, Þetta var bara óheppnistímasetning og svona fór þetta. Það er ekkert sem gerir mig stoltara en að spila með þessum stelpum og ég er til í að gera hvað sem er fyrir þær.“
Athugasemdir
banner