Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. ágúst 2019 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 1. sæti
Manchester City
Man City er spáð sínum þriðja Englandsmeistaratitli í röð.
Man City er spáð sínum þriðja Englandsmeistaratitli í röð.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne með Phil Foden.
Kevin de Bruyne með Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
City fagnar marki í Samfélagsskildinum síðastliðinn sunnudag.
City fagnar marki í Samfélagsskildinum síðastliðinn sunnudag.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva. Frábær leikmaður.
Bernardo Silva. Frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Það er komið að því! Í dag hefst enska úrvalsdeildin. Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við spáum því að Manchester City komi til með að vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.

Um liðið: City er handhafi allra fjögurra titla í Englandi sem liðið getur mögulega unnið. City vann báða bikarmeistaratitilana á síðasta tímabili ásamt því auðvitað að vinna ensku úrvalsdeildina. Síðastliðinn sunnudag vann svo liðið Samfélagsskjöldinn. Nær Pep Guardiola að afreka það sama og Sir Alex Ferguson gerði tvisvar með Manchester United, að vinna ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð?

Staða á síðasta tímabili: 1. sæti.

Stjórinn: Hinn titlaóði Pep Guardiola stýrir Manchester City á sínu fjórða tímabili. Hann elskar líklega ekkert meira en að vinna titla, hann hefur unnið þá nokkra. Hefur stýrt Barcelona og Bayern München, auk þess auðvitað að stýra Manchester City. Honum hlýtur að langa að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn, þó hann segi kannski annað.

Styrkleikar: Allt. Þeir eru góðir í öllu. Gæðin eru ótrúleg og breiddin varð bara enn meiri í sumar. Þeir eru með einn besta stjóra í heimi, ef ekki þann besta. Þeir spila skemmtilegan fótbolta og vinna flesta leiki. Það verður erfitt að stöðva Manchester City.

Veikleikar: Vincent Kompany skilur eftir sig gríðarlega stórt skarð, þótt hann hafi kannski ekki spilað alla leiki. Gríðarlegur lykilmaður í búningsklefanum og mikill leiðtogi sem verður sárt saknað. City hefði kannski mögulega átt að fjárfesta í miðverði í sumar, bara til þess að auka breiddina enn frekar.

Talan: 4. Man City átti fjóra af 15 stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar í fyrra; Leroy Sane, Raheem Sterling, Sergio Aguero og David Silva.

Lykilmaður: Kevin de Bruyne
Var mkið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð. Að fá hann heilan inn í þetta tímabil myndi skipta Manchester City gríðarlega miklu máli. Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á sínum degi.

Fylgstu með: Phil Foden
Ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur verið að fá fleiri og fleiri tækifæri með aðalliði City. Guardiola sagði á dögunum að Foden væri hæfileikaríkasti leikmaður sem hann hefur séð. Það eru stór orð. Fylgist með.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Hvað er hægt að segja? 100 stig í fyrra og 97 stig í vor. Guardiola vantaði miðjumann til að leysa af Fernandinho og fann hann. Hann vantaði bakvörð og fann hann og þetta eru alvöru kallar. Það verður erfitt að keppa við þessa ótrúlegu vél sem að er Manchester City. Liðið er gríðarlega vel mannað og fær Kevin de Bruyne inn af meiri krafti í fyrra eftir meiðsli. Þetta er mótið fyrir City að tapa.“

Undirbúningstímabilið:
Man City 4 - 1 West Ham
Wolves 0 - 0 Man City (tap í vítaspyrnukeppni)
Kitchee 1 - 6 Man City
Yokohama 1 - 3 Man City
Liverpool 1 - 1 Man City (Samfélagsskjöldurinn - sigur í vítakeppni)

Komnir:
Rodri frá Atletico Madrid - 62,5 milljónir punda
Angelino frá PSV Eindhoven - 5.3 milljónir punda
Joao Cancelo frá Juventus - 60 milljónir punda

Farnir:
Vincent Kompany til Anderlecht - Frítt
Patrick Roberts til Norwich - Á láni
Fabian Delph til Everton - 8,5 milljónir punda
Jack Harrison til Leeds - Á láni
Arijanet Muric til Nottingham Forest - Á láni
Zach Steffen til Fortuna Düsseldorf - Á láni
Philippe Sandler til Anderlecht - Á láni
Taylor Richards til Brighton - 2,5 milljónir punda
Manu Garcia til Sporting Gijon - 3,6 milljónir punda
Tom Dele-Bashiru til Watford - Frítt
Douglas Luiz til Aston Villa - 15 milljónir punda
Tosin Adarabioyo til Blackburn - Á láni
Lukas Nmecha til Wolfsburg - Á láni
Erik Palmer-Brown til Austria Vín - Á láni
Danilo til Juventus - 32,3 milljónir punda

Þrír fyrstu leikir: West Ham (Ú), Tottenham (H), Bournemouth (Ú).

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. Man City, 159 stig
2. Liverpool, 152 stig
3. Tottenham, 142 stig
4. Man Utd, 131 stig
5. Chelsea, 126 stig
6. Arsenal, 122 stig
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Manchester City getur unnið alla titlana

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner