Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð með fyrirliðabandið og skoraði þrennu
Alfreð ræðir hér við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.
Alfreð ræðir hér við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason skoraði þrennu fyrir Augsburg þegar liðið spilaði æfingaleik gegn SV Heimstetten í Þýskalandi.

Undirbúningur Augsburg fyrir næsta tímabil er hafinn.

Alfreð var mikið meiddur á síðustu leiktíð og því gleðiefni að sjá hann skora þrennu í gær. Hann var einnig með fyrirliðabandið í seinni hálfleiknum.

Leikurinn endaði með 9-0 sigri Augsburg, hvorki meira né minna.

Hinn 31 árs gamli Alfreð er að fara inn í sitt sjötta tímabil með Augsburg en liðið hafnaði í 15. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner