Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari FCK: Ættir ekki að veðja húsinu þínu á okkur
Stale Solbakken.
Stale Solbakken.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stale Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahöfn, veit að það bíður erfitt verkefni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Danska félagið mætir Manchester United í Þýskalandi annað kvöld. Átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins.

FCK er í fyrsta sinn í 8-liða úrslitum Evrópukeppni og Solbakken segir að liðið verði að eiga fullkominn leik.

„Við þurfum smá heppni. Við þurfum að vera fullkomnir varnarlega og nýta tvö eða þrjú færi sem okkur bjóðast," sagði Solbakken sem stýrði FCK til sigurs gegn United í Meistaradeildinni fyrir 14 árum síðan.

„Möguleikarnir eru ekki mjög miklir en það er gott fyrir okkur að þetta sé bara einn leikur, en ekki tveir. Það er góð tilfinning í hópnum eftir 3-0 sigurinn á Istanbul Basaksehir en þú ættir ekki að veðja húsinu þínu á okkur. En við munum gefa allt."

Solbakken og Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, eru góðir vinir en Solbakken er stuðningsmaður Liverpool.

Þetta verður áhugaverður slagur en því miður verður Ragnar Sigurðsson ekki með FCK.
Athugasemdir
banner
banner