Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fös 09. ágúst 2024 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fannst við fara full varlega af stað
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fara full varlega af stað inn í leikinn og FH liðið mun sterkara en mér fannst við vaxa inn í leikinn. Við hefðum að sjálfsögðu viljað setja mark í leikinn í fyrri hálfleik en það gekk því miður ekki. Mér fannst stelpurnar vera að leggja sig fram í dag en í síðasta leik var frammistaðan mjög döpur. Það var allavega verið að reyna og eins og lið í okkar stöðu þarf að gera að selja sig dýrt. En FH liðið á fullt hrós skilið í dag.“ Sagði svekktur þjálfari Fylkis Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Fylkis gegn FH í viðureign liðanna á Kaplakrikavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

Fylkisliðið skapaði sér nokkrar álitlegar stöður í fyrri hálfleik og ógnaði liði FH talsvert og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Minna varð af því í síðari hálfleik en hvað skyldi hafa ollið?

„Mér fannst þær bara vera "physical" sterkar á móti okkur og við vorum svolítið undir í þeirri baráttu. Þá er kannski erfiðara að skapa sér eitthvað. Svo þegar fór að líða á leikinn þá fórum við að opna okkur, við þurftum stig og vorum að sækja það og fáum á okkur mark í andlitið. Við fáum á okkur þrjú mörk en þetta er í fyrsta sinn sem við fáum á okkur meira en eitt mark í seinni umferðinni svo vörnin hefur verið að halda mjög vel.“

Annað mark FH kom upp úr vítaspyrnu sem dæmd var fyrir hendi í vítateig Fylkis. Hvernig horfði sá dómur við Gunnari en skiptar skoðanir voru um réttmæti þess dóms þá er varðar náttúrulega stöðu handar varnarmanns og annað.

„Þetta er spurning sem við í fótboltaheiminum erum margoft að velta fyrir okkur. Það vantar kannski skýrari reglur, En eins og þetta horfir við mér er þetta hörkuskot sem FH stelpan á á markið. Varnarmaðurinn er ekkert að gera sig breiða, hún stendur bara og fær boltann beint í hendina. En ég veit ekki hvað það er, eru þeir að meta að boltinn sé á leiðinni í netið eða hvað? Boltinn fór klárlega í hendina á henni en þetta er bara þessi endalausa umræða um vítaspyrnudóma og hendi.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner