Juventus er í leit að vængmanni en ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Raheem Sterling, vængmaður Chelsea, og Jadon Sancho, vængmaður Man Utd, séu á óskalista ítalska félagsins.
Juventus hefur sent fyrirspurnir á Chelsea varðandi Sterling en það er útlit fyrir miklar breytingar á hópnum hjá ítalska félaginu.
Leikmenn á borð við Federico Chiesa, Weston McKennie, Wojciech Szczesny, Arkadiusz Milik, Arthur Melo, Mattia De Sciglio, Daniele Rugani, Filip Kostic og Hans Nicolussi-Caviglia eru ekki í áformum Thiago Motta, stjóra liðsins.
Nico Gonzalez, leikmaður Fiorentina, Francisco Conceicao, leikmaður Sporting eru einnig á óskalista Juventus.
Athugasemdir